

AB-Sportvörur - Alltaf í boltanum
AB Sportvörur
AB-Sportvörur er fjölskyldurekin íþróttaverslun og heildsala sem sérhæfir sig í handboltavörum. Við erum söluaðili fyrir Kempa á Íslandi og bjóðum hágæða búnað fyrir leikmenn, þjálfara og lið – hvort sem er til æfinga eða keppni.
Við þekkjum handboltann vel og skiljum þær kröfur sem gerðar eru í nútíma íþróttastarfi. Markmið okkar er að veita faglega, persónulega og sveigjanlega þjónustu, þar sem þörfum viðskiptavina er mætt með lausnum sem virka.
AB-Sportvörur hefur getu til að þjónusta íþróttafélög um allt land og bjóða sérsniðnar lausnir þegar þess er þörf – allt frá vali á vönduðum vörum til sérmerkinga fyrir lið og félög.
Við viljum ekki aðeins útvega réttan búnað – heldur einnig leggja okkar af mörkum til að efla gæði og fagmennsku í handboltanum á Íslandi. Með traustum samstarfsaðilum og góðum tengslum við íþróttafólk viljum við vera hluti af þeirri uppbyggingu sem skilar árangri til lengri tíma.
Brot af því besta sem við höfum upp að bjóða
Kempa | Spectrum Synergy Pro
- Kempa Spectrum Synergy Pro er úrvals keppnisbolti fyrir þá sem vilja ekkert nema það besta. Einstök 30 hliða hönnun. Mjúkt og grip gott yfirborð með Kempa áferð veitir þér frábært grip og framúrskarandi boltastjórnun.
- Froðufóðruð marglaga uppbygging gefur boltanum dásamlega mjúka tilfinningu.
- Sterk latex blaðra með textílklæðningu heldur loftinu vel og dregur úr þörfinni á að pumpa.
- Boltinn er fullkomlega hentugur fyrir notkun með harbixi.
Kempa | Wing Lite 2.0
Kempa Wing Lite 2.0 er nýjasta útgáfan af léttustu innanhússkónum frá Kempa – hannaðir fyrir leikmenn sem vilja hraða, liðleika og fullkomið grip. Yfirborð sólans er þróað í samstarfi við Michelin, sem tryggir einstakt grip á vellinum.
Helstu eiginleikar:
- PowerCore: Létt EVA dempun með mjúkum púðum sem veita betri höggdeyfingu, aukin þægindi og frábært viðbragðs viðnám
- Torsion Plate: Gefur þér meiri stjórn, betra jafnvægi og eykur stöðugleika í snöggum hreyfingum
- Soft Fit: Teygjanleg innri fóðrun sem formar sig að fætinum fyrir hámarksþægindi
Kempa | Kourtfly
Kraftur – Nákvæmni – Fullkomið grip | Kempa Kourtfly eru háþróaðir innanhús skór hannaðir fyrir hámarks stöðugleika, grip og sprengikraft. Fullkomnir fyrir leikmenn sem krefjast nákvæmni í öllum hreyfingum.
Helstu eiginleikar:
- Michelin sóli: Sérþróuð gúmmí blanda sem byggir á tækni úr mótorsporti. Sólinn er með innbyggðu stefnumótandi slitlagi sem tryggir hámarks stjórn – í öllum aðstæðum.
- Re-Action Zone: Tryggir öruggan stöðugleika í snöggum áttaskiptum og snúningshreyfingum. Stuðlar að betri sprengikrafti og lipurð á vellinum.
- Ergonomic Shape: Hællinn er mótaður eftir náttúrulegri hreyfingu fótarins og hjálpar þér að skila kraftinum beint niður í gólfið.
- Protection Zone: Styrking á framhluta skóarins sem ver bæði þig og skóna. Gefur aukið grip og stöðugleika.
Hentar
fyrir: Handbolta - Blak - Körfubolta - Innanhúss íþróttir þar sem grip, hraði og stöðugleiki skipta öllu
Hafa samband
Við erum alltaf í boltanum og til þjónustu reiðubúin. Hafðu samband og við munum svara þér eins fljótt og auðið er.
Contact Us
We will get back to you as soon as possible.
Please try again later.